Dvöl býður tímabundna búsetu sem hentar fyrirtækjum, stofnunum og alþjóðlegum aðilum. Lausnin er sérsniðin fyrir erlenda verktaka, sérfræðinga og starfsfólk sem þarf öruggt og þægilegt húsnæði í takmarkaðan tíma.

HAFA SAMBAND

dvol@dvol.is

um dvöl

Dvöl er sérhæft leigufélag sem veitir tímabundnar húsnæðislausnir fyrir fyrirtæki, stofnanir og sendiráð. Félagið hefur yfir að ráða vel útbúnum íbúðum í hjarta Reykjavíkur, með áherslu á gæði, sveigjanleika og faglega þjónustu.

Markmið okkar er að létta viðskiptavinum lífið, þar sem engin umsýsla eða aukakostnaður kemur við sögu.

Við leggjum sérstaka áherslu á viðbragðsflýti og fagmennsku. Í teyminu okkar eru reyndir smiðir, píparar og rafvirkjar sem bregðast hratt við ef eitthvað kemur upp – þannig tryggjum við að íbúðirnar uppfylli alltaf hæstu gæðakröfur.

Markmið Dvalar er að bjóða framúrskarandi, áreiðanlega og áhyggjulausa húsnæðislausn fyrir starfsfólk fyrirtækja og stofnana sem þarfnast tímabundins heimilis